mið 13. maí 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum leikmaður Real handtekinn vegna kókaínsmygls
Spænska lögreglan segir á miðvikudag að fyrrum leikmaður Real Madrid hafi verið einn af þeim sem hafi verið handtekinn í kjölfar rannsókn lögreglunnar á alþjóðlegum smyglhring.

Lögreglan segir að kókaíni hafi verið komið fyrir inn í pappa á pappakössum.

Edwin Congo og fyrrum læknir Diego Maradona voru handteknir ásamt sextán öðrum. Lögreglan segir að hámarkið af kókaíni í hverjum kassa hafa verið 100 grömm og það svo endurpakkað í Hollandi og Búlgaríu.

Lögreglan lagði höld á eitt tonn af kókaíni í Búlgaríu í janúar og er spænska glæpagengið sagt á bakvið það smygl.

Mauricio Vergara var eitt sinn læknir sem Maradona fékk aðstoð frá og á Vergara snyrtistofu í Madríd í dag en hann er þekktur fyrir að hafa aðstoðað Maradona við að léttast.
Athugasemdir
banner
banner