Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. maí 2021 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH meira einum fleiri en ekki - „Eins heimskulegt og það gerist"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan er jöfn í leik FH og ÍA í Kaplakrika. Hægt er að fara í beina textalýsingu með því að smella hérna.

Textalýsingar:
19:15 Breiðablik - Stjarnan
19:15 FH - ÍA
19:15 Stjarnan - Víkingur R.
19:15 Valur - HK

FH er manni fleiri og er það í þriðja leikinn í röð sem það gerist í fyrri hálfleiknum. Hákon Ingi Jónsson, sóknarmaður ÍA, fékk að líta rauða spjaldið á 28. mínútu.

„Eins heimskulegt og það gerist!!!!"

„Á gulu spjaldi ákveður hann að keyra á Gunnar Nielsen sem er mættur út úr markinu að hreina. Gunnar vel á undan í boltann og Hákon í hann. Ekkert hægt að kvarta yfir seinna gula fyrir þetta. Fyrra gula var þó mögulega soft," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu.

Hákon hafði fengið fyrra gula spjald sitt fyrir svipað brot fjórum mínútum áður. Þetta er virkilega dýrkeypt fyrir ÍA sem var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft. Pétur Viðarsson jafnaði metin fyrir FH.

Andstæðingar FH hafa fengið rautt spjald í fyrri hálfleik í fyrstu þremur leikjum Pepsi Max-deildarinnar sem er áhugaverð tilviljun.
Athugasemdir
banner
banner