Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. maí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
PSG þurfti vítakeppni í gær - Nær GFA74 að slá Mónakó úr leik?
Mbappe skoraði tvö í gær
Mbappe skoraði tvö í gær
Mynd: EPA
PSG er komið í úrslitaleik franska bikarsins en liðið sló í gær Montpellier úr leik í undanúrslitum keppninnar eftir vítaspyrnukeppni.

Kylian Mbappe skoraði bæði mörk PSG í venjulegum leiktíma. Gaetan Laborde jafnaði leikinn eftir fyrra mark Mbappe og lagði svo upp jöfnunarmark Andy Delort á 83. mínútu.

Ekki var framlengt heldur farið beint í vítaspyrnukeppni. Þar skoraði PSG úr öllum sex spyrnum sínum en Solomon Sambia klikkaði á fyrstu vítaspyrnu Montpellier í bráðabana.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Mónakó, liðið í 3. sæti Ligue 1, og GFA74. Leikurinn fer fram í Annecy í kvöld.

GFA er í National 2 deildinni í riðli C. Liðið er þar í 11. sæti af sextán. National 2 er 4. efsta deildin í franskri deildarkeppni. GFA hefur ekki slegið út félög úr efstu deild á leið sinni en sló þó Toulouse, sem er í B-deild, í 8-liða úrsltum.
Athugasemdir
banner