Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. maí 2021 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Gáfum þeim tvö mörk, að minnsta kosti
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Þeir áttu sigurinn skilið," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 4-2 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við fengum á okkur mörk á lykilaugnablikum í leiknum. Við náðum ekki að byggja upp drifkraft eða brjóta þeirra drifkraft. Við gáfum þeim svo tvö mörk, að minnsta kosti."

„Við hefðum átt að gera enn meira í byrjun leiksins. Stundum leyfðum við þeim að spila þegar við gátum gert meira."

„Þegar þú spilar gegn góðum liðum og góðum leikmönnum, þá máttu ekki gefa auðveld mörk, sérstaklega ekki á þeim tímum þar sem við gáfum þau."

„Við viljum vinna alla leiki sem við förum í. Við börðumst fyrir hvorn annan en við gerðum of mörg mistök sem voru úr karakter."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner