Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   fös 13. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England um helgina - Bikarúrslit og Man City getur svo gott sem tryggt titilinn
Kevin de Bruyne og félagar geta sett níu fingur á titilinn
Kevin de Bruyne og félagar geta sett níu fingur á titilinn
Mynd: EPA
Það er heldur betur lífleg dagskrá í enska boltanum um helgina en Chelsea og Liverpool mætast í úrslitum bikarsins á meðan Manchester City getur farið langleiðina með að tryggja sér deildartitilinn.

Klukkan 15:45 mætast Chelsea og Liverpool í úrslitum enska bikarsins. Liðin áttust við í úrslitum deildabikarsins í febrúar og hafði Liverpool betur þar eftir vítakeppni.

Liverpool á enn möguleika á að vinna þrennuna á þessu tímabili og í raun fernuna en til þess þarf kraftaverk.

Til þess að það gangi upp þá þarf Manchester City að tapa stigum gegn West Ham á sunnudag er liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni. Ef City vinnur þá er titillinn svo gott sem tryggður en City er eins og staðan í dag með þriggja stiga forystu á Liverpool og plús sjö í markatölu á Liverpool.

Tottenham mætir þá Burnley. Tottenham er stigi á eftir Arsenal í Meistaradeildarbaráttunni og mætir Burnley sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Leeds spilar þá við Brighton á Elland Road en Leedsarar eru í fallsæti og þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á að halda sér uppi.

Everton er í sömu stöðu en sigur á Brentford fer langleiðina með að tryggja sæti liðsins í deildinni.

Enski bikarinn - úrslit

Laugardagur:
15:45 Liverpool - Chelsea

Enska úrvalsdeildin

Sunnudagur:
11:00 Tottenham - Burnley
13:00 Aston Villa - Crystal Palace
13:00 Leeds - Brighton
13:00 Watford - Leicester
13:00 West Ham - Man City
13:00 Wolves - Norwich
15:30 Everton - Brentford
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner