Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 13. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Áttum von á því að þetta yrði barningsleikur
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst bara gríðarleg vonbrigði. Frammistaðan var ekki nógu góð, við áttum von á því að þetta yrði barningsleikur og við vorum undir í því í dag og því fór sem fór.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur um fyrstu viðbrögð sín eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Aftureldingu á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Afturelding

Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og sótti á lið Aftureldingar og uppskar mark út vítaspyrnu eftir um korters leik. Eftir það virtist sem allt púður væri úr sóknarleik liðsins og gestinir úr Mosfellsbæ gengu á lagið og lokuðu svo vörninni algjörlega.

„Þær voru þéttar í sínum varnarleik og við áttum erfitt með að komast framhjá þeim og skapa eitthvað. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna betur í.“

Maria Corral Pinon fékk leikheimild á dögunum með Keflavík en var hvergi sjáanleg á skýrslu í dag. Er þess langt að bíða að við fáum að sjá hana spila?

„Bara þegar hún kemur til landsins. Þetta er nú bara leikmaður sem er að koma til landsins í heimsókn til vinkonu sinnar Önu Paulu Santos og ætlar að fá að æfa með okkur. Við ákváðum að láta hana skipta um félag en hún verður bara hér í stuttan tíma og við sjáum bara til hvort hún nýtist okkur eitthvað.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner