Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fös 13. maí 2022 22:25
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Áttum von á því að þetta yrði barningsleikur
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst bara gríðarleg vonbrigði. Frammistaðan var ekki nógu góð, við áttum von á því að þetta yrði barningsleikur og við vorum undir í því í dag og því fór sem fór.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur um fyrstu viðbrögð sín eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn Aftureldingu á heimavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Afturelding

Keflavík byrjaði leikinn ágætlega og sótti á lið Aftureldingar og uppskar mark út vítaspyrnu eftir um korters leik. Eftir það virtist sem allt púður væri úr sóknarleik liðsins og gestinir úr Mosfellsbæ gengu á lagið og lokuðu svo vörninni algjörlega.

„Þær voru þéttar í sínum varnarleik og við áttum erfitt með að komast framhjá þeim og skapa eitthvað. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða og vinna betur í.“

Maria Corral Pinon fékk leikheimild á dögunum með Keflavík en var hvergi sjáanleg á skýrslu í dag. Er þess langt að bíða að við fáum að sjá hana spila?

„Bara þegar hún kemur til landsins. Þetta er nú bara leikmaður sem er að koma til landsins í heimsókn til vinkonu sinnar Önu Paulu Santos og ætlar að fá að æfa með okkur. Við ákváðum að láta hana skipta um félag en hún verður bara hér í stuttan tíma og við sjáum bara til hvort hún nýtist okkur eitthvað.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner