Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fös 25. apríl 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Alexander Rafn fékk Hleðslu í verðlaun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Alexander Rafn er afar efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var geðveikt. Fyrsti byrjunarliðsleikurinn minn og hann hefði eiginlega ekki getað farið betur," segir Alexander Rafn Pálmason, leikmaður KR, sem er besti leikmaður 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins.

Hann fékk að byrja gegn KÁ í Vesturbænum og skoraði hann þrennu í 11-0 sigri KR-inga.

Alexander Rafn er nýorðinn 15 ára gamall en hann var að byrja sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KR. Hann náði að skora fyrsta markið sitt og bætti svo við tveimur til viðbótar.

Það reyndar einhver vafi á því hvort annað markið hafi verið hans mark þar sem varnarmaður KÁ setti boltann í netið. Í opinberri skýrslu dómarans fær hann þrennuna.

„Ég var að reyna að senda boltann, en hann var á leiðinni inn. Þannig að þetta var markið mitt," sagði Alexander léttur. „Ég ætlaði mér að skora, átti eftir að skora fyrir meistaraflokk. Ég ætlaði alltaf að setja eitt og það var bara enn skemmtilegra að fá þrjú."

Jóhann Páll Ástvaldsson á RÚV tók það saman að Alexander væri líklega næstyngstur í sögunni til að skora þrennu í meistaraflokksleik.

„Það kom mér á óvart, sko. Ég vissi ekki af þessu. Þetta er bara geggjað," sagði Alexander en það er rætt við hann ítarlega í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner