Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 11:44
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Englands og Króatíu: Jack Grealish á bekknum
Trippier látinn spila vinstri bakvörð
Jack Grealish er meðal varamanna.
Jack Grealish er meðal varamanna.
Mynd: EPA
Leikur Englands og Króatíu á EM alls staðar hefst klukkan 13:00 á Wembley. Liðin leika í D-riðli ásamt Skotlandi og Tékklandi sem mætast á morgun.

Jordan Pickford ver mark Englands og Kieran Trippier spilar í vinstri bakverðinum eins og lekið hafði út. Svekkjandi fyrir Luke Shaw og Ben Chilwell sem eru meðal varamanna. Kyle Walker er hægri bakvörður. Tyrone Mings og John Stones mynda miðvarðaparið en Harry Maguire er meiddur.

Kelvin Phillips, leikmaður Leeds, er varnartengiliður við hlið Declan Rice. Mason Mount, leikmaður Chelsea, er þar fyrir framan. Í þriggja manna sóknarlínu eru svo Raheem Sterling, Phil Foden og fremstur Harry Kane. Jack Grealish er meðal varamanna.

Byrjunarlið Englands: Pickford, Walker, Mings, Stones, Trippier, Phillips, Rice, Mount, Foden, Sterling, Kane.

Byrjunarlið Króatíu: Livakoviç; Gvardiol, Vida, Çaleta-Car, Vrsaljko; Kovacic, Modric, Brozovic; Perisic, Rebic, Kramaric.





Athugasemdir
banner
banner
banner