Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. júní 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann verður frábær fyrir okkur, það er mjög einfalt"
Icelandair
Ísak ræðir við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara, eftir leik gegn Liechtenstein.
Ísak ræðir við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara, eftir leik gegn Liechtenstein.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur mikla trú á hinum efnilega Ísaki Bergmanni Jóhannessyni.

Ísak er aðeins 18 ára gamall en er þrátt fyrir ungan aldur orðinn fastamaður í liði Norrköping og farinn að spila með íslenska A-landsliðinu.

Hann var í A-landsliðinu fyrir vináttulandsleiki á dögunum og átti hann til að mynda mjög góðan leik gegn Mexíkó.

„Hann verður frábær fyrir okkur, það er mjög einfalt. Mér fannst það sýna sig best í fyrri hálfleik gegn Mexíkó. Þegar við höfum sjálfstraust í að halda aðeins í boltann, þá er hann frábær. Hann er mjög vinnusamur og allt það, en mér finnst hann skína mest þegar við erum með boltann," sagði Gummi í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Hann er svo gáfaður fótboltamaður, hreyfingin á honum þegar hann spilar boltanum... hann er ekki að horfa á leikinn þegar hann er búinn að spila boltanum, þá er hann ekki eins og alltof margir fótboltamenn sem fara að virða fyrir sér leikinn og verða hálfgerðir áhorfendur. Það er alltaf hlaup, bjóða boltamanninum eitthvað. Miðað við aldur er hann kominn ótrúlega langt og ótrúlega gaman að horfa á hann."

Það verður gaman að sjá þegar Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Bergmann spila saman landsleik.
Útvarpsþátturinn - EM með Gumma Ben og íslenski boltinn
Athugasemdir
banner
banner