Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho var stuðningsmaður Chelsea
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Sagan endalausa um Jadon Sancho og Manchester United heldur áfram.

Manchester United er að reyna að kaupa enska landsliðsmanninn. Það hefur verið fjallað um það að Man Utd sé ellefu milljónum punda frá því að ná saman við Borussia Dortmund um kaup á kantmanninum.

Báðir aðilar vilja að skiptin gangi í gegn og er talað um að Sancho hafi þegar náð samkomulagi við United um laun og annað slíkt. Samningur Sancho við Dortmund rennur út sumarið 2023.

Man Utd hefur lengi verið á eftir Sancho sem er uppalinn hjá Manchester City. Leikmaðurinn sjálfur ólst upp í London og hann er stuðningsmaður Chelsea.

„Ég var stuðningsmaður Chelsea þegar ég var yngri, ég get engu logið um það. Didier Drogba og Frank Lampard voru mínr uppáhalds leikmenn," sagði Sancho við Talksport.

Sancho og félagar í enska landsliðinu hefja leik á EM í dag þegar þeir mæta Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner