Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 13. júlí 2020 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég hefði verið frá í mánuð eftir þessa tæklingu"
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var ekki nægilega sáttur með ljótt brot Oriol Romeu, miðjumanns Southampton, á Mason Greenwood, vonastjörnu United, í leik liðanna í kvöld.

Romeu fór allt of seint í Greenwood með takkana á lofti. Hann fékk ekki að líta rauða spjaldið fyrir það og var svo skipt af velli í seinni hálfleik fyrir Michael Obafemi, sem skoraði jöfnunarmark Southampton í uppbótartíma.

„Ég veit að ökklinn minn hefði ekki kunnað vel við þessa tæklingu," sagði Solskjær eftir leikinn.

„Ég hefði verið frá í mánuð eftir hana."

Romeu fékk ekki einu sinni að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna sem sjá má hér að neðan.

Romeu challenge on Greenwood (No foul or card) from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner