Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 13. ágúst 2020 15:09
Magnús Már Einarsson
Víðir Reynis: Íþróttamenn eru að fá meiri heimild
Víðir Reynisson
Víðir Reynisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, talaði til íþróttamanna á upplýsingafundi fyrir kórónaveiruna í dag.

Leikmenn, þjálfarar, dómarar og aðrir starfsmenn liða eiga að sýna skynsemi í daglegu lífinu en þetta kom fram á fundi KSÍ í gær.

Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakanna, talaði um þetta í viðtali við Fréttablaðið í gær.

„Að ætlast til þess að skikka leikmenn, sem flestir eru að gera þetta í bland við vinnu eða skóla, til þess að haga sér eins og atvinnumenn í þessu umhverfi – mér finnst það ósanngjörn krafa og ég sé það ekki gerast," sagði Arnar Sveinn.

„Þá verður áhugavert að heyra hvað leikmenn eiga að gera milli æfinga og leikja. Það er helvíti djarft að ætlast til að leikmenn hitti enga milli æfinga og leikja. Þetta verður áhugavert eins og tímarnir sem við lifum á."

Víðir segir að leikmenn verði að sýna ábyrgð og benti á að þeir séu að fá meiri heimild en aðrir í samfélaginu með því að fá að stunda íþróttir með snertingum.

„Það er verið að veita íþróttamönnum heimild til að stunda sína íþrótt. Þetta er heimild sem er meiri en við höfum og þetta er ábyrgð sem menn verða að sýna," sagði Víðir á fréttamannafundinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner