Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 13. ágúst 2022 16:20
Aksentije Milisic
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik og Valur mætast í bikarúrslitum
Agla skoraði í dag.
Agla skoraði í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Selfoss 0 - 2 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('19)
0-2 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('90)

Selfoss og Breiðablik áttust við í undanúrslitum í Mjólkurbikar kvenna en leikið var á JÁVERK vellinum í á Selfossi.

Lestu nánar um leikinn hér.


Breiðablik, sem var talið sigurstranglegra liðið í þessari viðureign, vann 0-2 sigur og er því komið í úrslitaleikinn.

Fyrra markið var slysalegt en Agla María Albertsdóttir skoraði þá eftir að varnarmaður Selfoss þrumaði knettinum í hana. Þetta mark kom á 19. mínútu og var staðan 0-1 í hálfleik.

Allt stefndi í að 0-1 yrðu lokatölurnar en Helena Ósk Hálfdánardóttir tók þá upp á því að skora glæsilegt mark á lokamínútu leiksins.

„ÞVÍLÍKT MARK! Helena með þetta líka skotið, er vinstra megin og tekur skot í samskeytin fjær þaðan í stöngina nær og inn. Alvöru öskrari!" skrifaði Árni Þór Grétarsson í beinni textalýsingu.

Það verður því stórleikur í bikarúrslitunum í lok ágúst en þá mætast Breiðablik og Valur. Valsstúlkur unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner