Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 23:05
Brynjar Ingi Erluson
FH fær Ingimar á láni frá KA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur fengið Ingimar Torbjörnsson Stöle á láni frá KA út þetta tímabil.

Ingimar er tvítugur bakvörður sem kom til KA á síðasta ári frá norska liðinu Viking.

Hann sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með KA og var valinn efnilegastur á lokahófi félagsins. Í byrjun ársins framlengdi hann þá við KA út 2025.

Á þessu tímabili hefur hann spilað 12 leiki í Bestu deildinni með KA en aðeins byrjað í fjórum þeirra.

Varnarmaðurinn er nú genginn í raðir FH á láni frá KA út þetta tímabil.

FH-ingar eru í baráttu um Evrópusæti en liðið er í 5. sæti með 28 stig á meðan KA er í 8. sæti með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner