Georgíumaðurinn Giorgio Mamardashvili hefur samþykkt að ganga til liðs við Liverpool og bíður hann nú eftir því að félagið nái samkomulagi við Valencia. Þetta kemur fram í MARCA.
Mamardashvili átti frábært Evrópumót með Georgíu í sumar en hann hjálpaði liðinu að komast í 16-liða úrslit á fyrsta Evrópumóti þjóðarinnar.
Frammistaða hans vakti mikla athygli og völdu margir miðlar hann í lið mótsins, en það er nú útlit fyrir að hann sé á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool.
Valencia hafnaði fyrsta tilboði Liverpool upp á 25 milljónir punda en spænska félagið telur sig geta fengið allt að 34 milljónir fyrir kappann. Viðræður munu halda áfram næstu daga.
Mamardashvili hefur þegar samþykkt að ganga til liðs við Liverpool og bíður hann nú þolinmóður eftir samkomulagi.
Liverpool mun síðan lána út þennan 23 ára gamla markvörð en hann er hugsaður sem arftaki Alisson Becker.
Alisson er samningsbundinn Liverpool til 2027.
Athugasemdir