Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
   lau 13. september 2014 17:03
Gunnar Birgisson
Viggó Kristjáns: Get loksins farið að sleppa fótboltaleikjum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Þetta er hrikalega góð tilfinning. Þetta eru einhverjar bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma," sagði Viggó Kristjánsson leikmaður Gróttu eftir 4-1 sigur liðsins á Aftureldingu í dag.

Grótta hafði fyrir leikinn tapað fjórum leikjum í röð en liðið tryggði sér sæti í 1. deild með sigrinum í dag.

,,Við höfum átt fjóra slaka leiki í röð en loksins sýndum við hvað við getum í dag."

Hinn tvítugi Viggó ætlar að einbeita sér að handboltanum en þetta var síðasti leikur hans á fótboltaferlinum.

,,Þetta er komið gott í bili. Þó að ég sé ekki gamall þá hef ég verið þónokkuð mörg ár í meistaraflokki."

,,Ég tók ákvörðun að byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur þar er eftir viku. Ég get loksins farið að sleppa einhverjum fótboltaleikjum. Ég get sleppt síðustu umferðinni og það er fínt."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner