PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 13. september 2024 18:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fer eftir niðurstöðunni hvort Fiorentina þurfi að kaupa Albert
Mynd: Fiorentina
Albert Guðmundsson gekk til liðs við Fiorentina frá Genoa í sumar en félögin voru í viðræðum í marga mánuði áður en skiptin gengu í gegn.

Albert var kærður fyrir nauðgun í sumar og hafði það mikil áhrif á viðræðurnar milli Genoa og Fiorentina. Hann hefur ekki enn spilað sinn fyrsta leik eftir skiptin vegna meiðsla.

Hann er á láni hjá Fiorentina og greint var frá því að félagið þyrfti að borga 20 milljónir punda 

„Þetta voru erfiðustu viðræðurnar. Þetta byrjaði í janúar og kláraðist mánuði fyrir gluggalok," sagði Daniele Pradè, yfirmaður fótboltamála hjá Fiorentina.

„Það er einnig ástæðan fyrir því að þetta tók svon langan tíma og félagið er 100% tryggt. Áhætta leikmannsins er mjög lítið, þetta er lánssamningur og annað hvort skyldu eða möguleika á kaupum. Þetta fer eftir því hvenær dómur verður kveðinn upp, vonandi fyrir 15. júní. Ef ekki erum við í góðu sambandi við Genoa og semjum um ný kjör."

Réttarhöld yfir Alberti standa nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner