Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Jafntefli í öllum hádegisleikjunum - Stefán Teitur sat allan tímann á bekknum
Stefán Teitur sat allan tímann á bekknum í dramatísku jafntefli
Stefán Teitur sat allan tímann á bekknum í dramatísku jafntefli
Mynd: Preston North End FC
Öllum þremur hádegisleikjunum í ensku B-deildinni í dag enduðu jafnir.

Oxford United og Leicester City gerðu 2-2 jafntefli.

Will Lankshear, sem er á láni hjá Oxford frá Tottenham, skoraði á 9. mínútu en Jordan Ayew svaraði fjórum mínútum síðar.

Gestirnir misstu Aaron Ramsey af velli með rautt spjald á 24. mínútu og varð róðurinn heldur þungur eftir það. Ekki hjálpaði þegar Boukary Soumare setti boltann í eigið net undir lok fyrri hálfleiks.

Leicester fann samt leið til að bjarga stigi. Portúgalinn Ricardo Pereira jafnaði metin snemma í síðari hálfleiknum og dugði það til að fá stig úr leiknum.

Charlton og Millwall gerðu 1-1 jafntefli. Heimamenn í Charlton voru á góðri leið með að taka öll stigin. Liðið var 1-0 yfir þegar stundarfjórðungur var eftir og að sigla þessu heim, en þá fékk Kayne Ramsay rauða spjaldið.

Millwall nýtti sér liðsmuninn og skoraði þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma með marki Raees Bangura-Williams og þar við sat.

Stefán Teitur Þórðarson var ónotaður varamaður hjá Preston sem gerði 2-2 jafntefli við Middlesbrough.

Jordan Storey, liðsfélagi Stefáns, taldi sig hafa tryggt liðinu öll stigin er hann kom Preston í 2-1 á 88. mínútu, en Sontje Hansen, leikmaður Boro, var á öðru máli og tókst að jafna í uppbótartíma. Svekkjandi úrslit fyrir Preston sem er nú með 8 stig í 7. sæti deildarinnar.

Oxford United 2 - 2 Leicester City
1-0 Will Lankshear ('9 )
1-1 Jordan Ayew ('13 )
2-1 Boubakary Soumare ('44 , sjálfsmark)
2-2 Ricardo Pereira ('55 )
Rautt spjald: Aaron Ramsey, Leicester City ('24)

Charlton Athletic 1 - 1 Millwall
1-0 Sonny Carey ('40 )
1-1 Raees Bangura-Williams ('88 )
Rautt spjald: Kayne Ramsay, Charlton Athletic ('74)

Preston NE 2 - 2 Middlesbrough
1-0 Lewis Dobbin ('22 )
1-1 Matt Targett ('72 )
2-1 Jordan Storey ('88 )
2-2 Sontje Hansen ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 West Brom 5 3 2 0 6 3 +3 11
5 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
6 Norwich 5 3 0 2 7 5 +2 9
7 Coventry 5 2 2 1 14 7 +7 8
8 Swansea 5 2 2 1 5 3 +2 8
9 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
10 Portsmouth 4 2 1 1 4 3 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 8 11 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 4 1 2 1 6 6 0 5
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Hull City 5 1 2 2 6 10 -4 5
20 Wrexham 5 1 1 3 7 9 -2 4
21 Derby County 5 0 3 2 7 11 -4 3
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner