Ange Postecoglou, nýr stjóri Nottingham Forest, var vonsvikinn með 3-0 tapið gegn Arsenal en á sama tíma mjög sáttur við framlagið frá leikmönnunum.
Postecoglou tók við liðinu á dögunum eftir að Nuno Espirito Santo var rekinn.
Hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í dag, en það fór ekki alveg eins og hann vonaðist til.
„Augljóslega var útkoman mikil vonbrigði fyrir okkur. Þetta er gott lið og sérstaklega erfiðir viðureignar á heimavelli,“ sagði Postecoglou.
„Ég get ekki kvartað yfir framlagi strákana en við áttum í basli með að ná tökum á leiknum og eftir annað markið rétt eftir hálfleik leyfði þeim að komast frá okkur. Vonbrigði en eins og ég segi þá get ég ekki kvartað yfir framlaginu.“
„Það er mjög skiljanlegt að þeir séu ekki alveg 100 prósent einbeittir í augnablikinu, en það er mitt starf að reyna koma því fyrir á næstu vikum og er ég viss um að við munum komast þangað því þetta er hópur af leikmönnum sem eru viljugir til þess.“
Postecoglou hefur ekki fengið mikinn tíma með leikmönnunum og viðurkennir að andstæðingurinn í dag hafi einfaldlega verið of sterkur.
„Þetta hefur ekki alveg verið tilvalinn undirbúningur fyrir leikmennina og maður verður að taka það með inn í dæmið. Eina sem þú getur beðið um er framlag og því miður var allt of stórt bil á milli.“
„Þetta er hópur af leikmönnum sem sýndu á síðasta ári hversu mikið þeir berjast fyrir hvorn annan. Þetta voru vonbrigði í dag, en það er bara ein leið til að svara þessu.“
Ástralinn elskar góða áskorun og er hann viss um að hann geti komið liðinu á betri stað.
„Þetta eru allt stór störf. Ég hef ekki tekið við auðveldu starfi til þessa, en það er ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég elska áskoranir og við munum komast á þann stað sem við viljum vera á,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir