Þór er komið upp í Bestu deild karla eftir að hafa unnið Þrótt, 2-1, í lokaumferð Lengjudeildarinnar í Laugardalnum í dag. Selfoss er fallið eftir 4-1 tap gegn Keflavíkingum. Njarðvík, Þróttur, HK og Keflavík fara öll í umspil.
Þórsarar mættu vel stemmdir í leikinn enda sæti í Bestu deildinni undir.
Kári Kristjánsson átti fyrstu tilraun leiksins á 8. mínútu, en skalli hans fór rétt framhjá markinu.
Rafael Victor fékk færi hinum megin á vellinum en brást bogalistin. Það færðist mikill hiti snemma í leiknum.
Þórsarar héldu áfram að hóta og bar það árangur. Sigfús Fannar Guðmundsson stakk sér inn fyrir og var Ýmir Már Geirsson ekki lengi að finna hann áður en Sigfús kom Þórsurum yfir. Þetta var 15. mark hans og á þessum tímapunkti markahæstur í deildinni.
Leikurinn róaðist eftir markið og gerðist fátt markvert áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Snemma í síðari hálfleiknum settu Þórsarar boltann í netið í annað sinn í leiknum. Clement Bayiha kom með fyrirgjöf frá hægri yfir á Ibrahima Balde sem skoraði, en hann var dæmdur rangstæður. Tæpur dómur.
Rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok skoruðu Þórsarar markið sem tryggði þeim sæti í Bestu deildina. Eftir mikinn darraðardans eftir hornspyrnu var það Ingimar Arnar Kristjánsson sem kom boltanum í netið.
Viktor Andri Hafþórsson setti sárabótarmark fyrir Þróttara seint í uppbótartíma, en lengra komust Þróttarar ekki.
Andrúmsloftið rafmagnað og Þórsarar komnir í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2014. Þeir sigldu þessu örugglega heim og urðu um leið Lengjudeildarmeistarar með 45 stig.
Selfoss fallið og Keflavík í umspil
Selfyssingar mættu Keflavík á JÁVERK-vellinum í leik sem var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, en það var Keflavík sem hafði betur, 4-1, kom sér í umspil og sendi Selfoss niður.
Selfoss í fallbaráttu og þurfti sigur á meðan Keflavík var að reyna komast í umspilið.
Jón Daði Böðvarsson kom Selfyssingum yfir á 25. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Hann var rifinn niður í teignum og fór sjálfur á punktinn og skoraði.
Átta mínútum síðar skoraði Eiður Orri Ragnarsson frábært mark með skalla í fjærhornið og allt jafnt.
Staðan í hálfleik 1-1. Bæði lið vissu að jafntefli myndi gera lítið sem ekkert fyrir þau og var því farið í það að sækja fleiri mörk í þeim síðari.
Selfoss var líklegri aðilinn til að byrja með en Keflvíkingar streittust á móti og skoraði Muhamed Alghoul sem náði að setja boltann framhjá Robert Blakala í markinu.
Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn. Raul Tanque fékk tvö mjög góð færi en setti boltann yfir í bæði skiptin. Þetta reyndist rándýrt fyrir Selfyssinga sem fengu síðan þriðja markið í bakið undir lokin.
Marin Mudrazija skoraði það og bætti Stefan Ljubicic síðan við fjórða til að gulltryggja umspilssætið. Selfoss er fallið niður í 2. deild.
Njarðvík örugglega inn í umspilið
Njarðvíkingar ætluðu sér að klára sitt og treysta á að Þór myndi tapa stigum.
Þeir rúlluðu yfir nágranna sína í Grindavík í fyrri hálfleiknum með þremur mörkum.
Dominik Radic skoraði tvö frábær skallamörk á átta mínútum. Í bæði skiptin var horn tekið stutt og boltanum komið inn á teiginn á Radic sem kláraði vel.
Undir lok hálfleiksins skoraði Oumar Diouck eftir nákvæmlega sömu uppskrift. Grindvíkingar í miklu basli með hornspyrnurnar og Njarðvík komið í góða forystu.
Grindavík skapaði sér nokkur færi í þeim síðari en náðu ekki að nýta sér.
Njarðvík tekur því 2. sætið með 43 stig á meðan Grindavík hafnaði í 10. sæti og náði að bjarga sér frá falli þar sem Selfoss tapaði fyrir Keflavík.
ÍR missti af umspilssæti og Fylkir bjargaði sér frá falli
ÍR tapaði fyrir Fylki, 2-1, á ÍR-vellinum og missti um leið af umspilssæti.
ÍR-ingar, sem voru lengi á toppnum í Lengjudeildinni, sættu sig við það að umspilssæti væri eini möguleikinn eftir að nokkra slaka leiki í seinni hlutanum.
Fylkismenn voru á meðan að berjast fyrir sæti sínu í deildinni og vildu þeir þetta meira. Eyþór Aron Wöhler skoraði á 10. mínútu með skalla og átta mínútum síðar gerði Orri Sveinn Segatta annað markið með skalla eftir hornspyrnu.
Gestirnir urðu fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 29. mínútu er hornspyrna Renato Punyed fór af Birki Eyþórssyni og í netið.
Punyed fékk dauðafæri til að jafna leikinn stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks en setti boltann rétt framhjá markinu. Staðan í hálfleik 2-1 Fylki í vil.
ÍR-ingar vissu væntanlega hvernig staðan var í hinum leikjunum í hálfleik, en gátu ekki notfært sér það til að peppa mannskapinn.
Fylkismenn unnu 2-1 og björguðu sér frá falli en ÍR, sem var besta lið deildarinnar í fyrri hlutanum, rétt missir af umspili um sæti í Bestu.
Mikilvægur sigur Leiknis á föllnu liði Fjölnis
Leiknismenn voru í fallbaráttupakkanum fyrir lokaumferðina, en vissu að þetta væri í þeirra höndum.
Staðan var markalaus í hálfleik, en þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari skoraði Kári Steinn Hlífarson. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson átti skot sem fór af varnarmanni og til Kára sem setti boltann í netið.
Leiknismenn voru nálægt því að ganga frá leiknum á 77. mínútu en Haukur Óli Jónsson, markvörður Fjölnis, varði meistaralega í markinu og nokkrum mínútum síðar jafnaði Árni Steinn Sigursteinsson með skoti í stöng og inn.
Aron Einarsson skoraði drauma sigurmark fyrir Leiknis undir lok leiksins og gulltryggði sæti sitt í Lengjudeildinni.
Selfoss og Grindavík klúðruðu sínum málum þannig Leiknir hafnar í 9. sæti með 23 stig á meðan Fjölnir var þegar fallið fyrir þessa umferð.
Tvö rauð og fjögur mörk á Húsavík
HK-ingar fara í umspilið eftir 4-0 stórsigur liðsins á Völsungi á Húsavík.
Eiður Atli Rúnarsson skoraði með föstu skoti á 23. mínútu og bætti Brynjar Snær Pálsson við öðru með skoti af löngu færi þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.
Elfar Árni Aðalsteinsson sá rautt spjald fyrir slæma tæklingu á 51. mínútu leiksins og í kjölfarið af því brutust út slagsmál. Atli Arnarson, sem var í liðsstjórn HK, sá einnig rautt spjald fyrir að hafa sagt eitthvað við dómarann.
Á lokamínútunum nýttu HK-ingar sér liðsmuninn með tveimur mörkum. Jóhann Ægir Arnarsson skoraði úr víti og þá gerði Karl Ágúst Karlsson fjórða markið áður en flautað var til leiksloka.
HK er komið í umspil og mæta þar Þrótturum, en Njarðvík og Keflavík mætast í hinum umspilsleiknum.
ÍR 1 - 3 Fylkir
0-1 Eyþór Aron Wöhler ('10 )
0-2 Orri Sveinn Segatta ('18 )
0-3 Birkir Eyþórsson ('29 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
Þróttur R. 1 - 2 Þór
0-1 Sigfús Fannar Gunnarsson ('25 )
0-2 Ingimar Arnar Kristjánsson ('71 )
1-2 Viktor Andri Hafþórsson ('95 )
Lestu um leikinn
Völsungur 0 - 4 HK
0-1 Eiður Atli Rúnarsson ('23 )
0-2 Brynjar Snær Pálsson ('42 )
0-3 Jóhann Þór Arnarsson ('76 , víti)
0-4 Karl Ágúst Karlsson ('84 )
Rautt spjald: ,Elfar Árni Aðalsteinsson, Völsungur ('51)Atli Arnarson, HK ('51) Lestu um leikinn
Fjölnir 1 - 2 Leiknir R.
0-1 Kári Steinn Hlífarsson ('52 )
1-1 Árni Steinn Sigursteinsson ('87 )
1-2 Aron Einarsson ('94 )
Lestu um leikinn
Selfoss 1 - 4 Keflavík
1-0 Jón Daði Böðvarsson ('25 , víti)
1-1 Eiður Orri Ragnarsson ('33 )
1-2 Muhamed Alghoul ('53 )
1-3 Marin Mudrazija ('89 )
1-4 Stefan Alexander Ljubicic ('93 )
Lestu um leikinn
Njarðvík 3 - 0 Grindavík
1-0 Dominik Radic ('20 )
2-0 Dominik Radic ('28 )
3-0 Oumar Diouck ('45 )
Lestu um leikinn
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 22 | 14 | 3 | 5 | 51 - 31 | +20 | 45 |
2. Njarðvík | 22 | 12 | 7 | 3 | 50 - 25 | +25 | 43 |
3. Þróttur R. | 22 | 12 | 5 | 5 | 43 - 37 | +6 | 41 |
4. HK | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 29 | +17 | 40 |
5. Keflavík | 22 | 11 | 4 | 7 | 53 - 39 | +14 | 37 |
6. ÍR | 22 | 10 | 7 | 5 | 38 - 27 | +11 | 37 |
7. Völsungur | 22 | 7 | 4 | 11 | 36 - 52 | -16 | 25 |
8. Fylkir | 22 | 6 | 5 | 11 | 34 - 32 | +2 | 23 |
9. Leiknir R. | 22 | 6 | 5 | 11 | 24 - 40 | -16 | 23 |
10. Grindavík | 22 | 6 | 3 | 13 | 38 - 61 | -23 | 21 |
11. Selfoss | 22 | 6 | 1 | 15 | 25 - 44 | -19 | 19 |
12. Fjölnir | 22 | 3 | 6 | 13 | 32 - 53 | -21 | 15 |
Athugasemdir