Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Sunneva Hrönn með fyrirliðabandið í stórsigri
Kvenaboltinn
Sunneva Hrönn er að gera góða hluti með FCK
Sunneva Hrönn er að gera góða hluti með FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir var með fyrirliðabandið er FCK vann 6-1 stórsigur á B93 í dönsku B-deildinni í dag.

Sunneva gekk í raðir FCK í nóvember á síðasta ári og reynst liðinu gríðarlega mikilvæg.

FCK hefur byrjað þetta tímabil af krafti og vann þriðja leik sinn í dag með stórsigri. Sunneva var með bandið er FCK kom sér á toppinn í 11 stig þegar fimm leikir eru búnir.

Bergrós Ásgeirsdóttir byrjaði hjá Aarau sem tapaði fyrir St. Gallen, 1-0, í svissnesku úrvalsdeildinni. Aarau er í 4. sæti með 4 stig.

María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði allan leikinn með Linköping sem tapaði fyrir Hammarby, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Linköping er í næst neðsta sæti með 11 stig.

Guðný Árnadóttir og Alexander Jóhannsdóttir byrjuðu báðar hjá Kristanstad sem vann Växjö, 2-1. Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom inn af bekknum hjá Kristianstad sem er í 5. sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner