Spænska undrabarnið Lamine Yamal verður ekki með Barcelona í næstu tveimur leikjum vegna meiðsla.
Yamal fór inn í landsliðsverkefnið með Spánverjum með smávægileg meiðsli og þrátt fyrir það var hann látinn spila báða leikina gegn Búlgaríu og Tyrklandi.
„Þeir gáfu honum verkjalyf og spiluðu honum þó þeir væru að vinna leikina. Þetta heitir ekki að hugsa um leikmennina. Ég er mjög leiður yfir þessu“ sagði Hansi Flick, þjálfari Börsunga.
Vængmaðurinn, sem er Börsungum afar dýrmætur, verður ekki með gegn Valencia um helgina og mun einnig missa af leik liðsins gegn Newcastle United í Meistaradeildinni.
Yamal hefur komið að fimm mörkum í þremur leikjum með Barcelona á tímabilinu, en liðið situr í 4. sæti með 7 stig, tveimur stigum frá toppnum.
Athugasemdir