Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brynjólfur leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjólfur Willumsson er leikmaður mánaðarins í hollensku úrvalsdeildinni en hann fór virkilega vel af stað með Groningen í ágúst.

Groningen er með sex stig eftiir fjórar umferðir en Brynjólfur skoraði fimm af níu mörkum liðsins.

Brynjólfur gekk til liðs við Groningen frá Kristiansund í Noregi síðasta sumar. Hann hefur þegar skorað fleiri mörk en á öllu síðasta tímabili þar sem hann spilaði 29 leiki í deildinni og skoraði fjögur mörk.

Hann var leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð þegar hann skoraði tvennu í 4-0 sigri gegn Heracles.

Hann var í íslenska landsliðshópnum sem vann Aserbaísjan og tapaði naumlega gegn Frakklandi á dögunum. Hann kom inn á sem varamaður gegn Aserbaísjan en var ónotaður varamaður gegn Frakklandi.


Athugasemdir
banner