Bukayo Saka var ekki með Arsenal gegn Liverpool fyrir landsleikjahléið vegna meiðsla og þá meiddist William Saliba í leiknum.
Arsenal fær Nottingham Forest í heimsókn í dag en Mikel Arteta staðfesti á fréttamannafundi fyrir leikinn að Saka væri ekki klár í slaginn.
Arsenal fær Nottingham Forest í heimsókn í dag en Mikel Arteta staðfesti á fréttamannafundi fyrir leikinn að Saka væri ekki klár í slaginn.
Saliba er hins vegar byrjaður að æfa og Arteta gaf í skyn að hann gæti mögulega tekið þátt í leiknum í dag.
Martin Ödegaard var tæpur fyrir leikinn gegn Liverpool en kom inn á sem varamaður. Hann spilaði fyrri hálfleikinn gegn Finnlandi með norska landsliðinu á dögunum og allan leikinn gegn Moldóvu þar sem Noregur vann 11-1, Ödegaard skoraði eitt og lagði upp tvö mörk í leiknum.
Athugasemdir