Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 13. september 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Óþarfi að fara í verkfall hjá Liverpool - „Mun hafa öfug áhrif“
Mynd: Liverpool
Sænski framherjinn Alexander Isak fór í verkfall og þvingaði Newcastle United til að selja hann til Liverpool, en Arne Slot, stjóri Liverpool, segist ekki hafa áhyggjur af því hann muni gera það sama hjá þeim rauðu.

Isak neitaði að fara með Newcastle í æfingaferð til Asíu í sumar og spilaði ekkert með liðinu í byrjun leiktíðar.

Newcastle reyndi allt til að sannfæra hann um að koma aftur inn í hópinn, en hann stóð fastur á sínu og fékk sínu framgengt á lokadegi gluggans.

Slot var spurður út í það hvort hann væri áhyggjufullur um að Isak gæti leikið sama leik á Liverpool eftir nokkur ár, en hann sagði að það væri algerlega óþarfi.

„Nei, alls ekki. Það þarf ekki að vera í verkfall hjá okkar félagi því við seljum líka leikmenn. Ef að leikmaður vill fara og við fáum rétta upphæð fyrir hann þá hefur félagið sýnt í svo mörg ár að við seljum leikmenn.“

„Það er óþarfi að fara í verkfall hjá þessu félagi og held ég einmitt að þetta muni hafa öfug áhrif,“
sagði Slot.

Liverpool keypti Isak fyrir 125 milljónir punda sem er nýtt met í ensku úrvalsdeildinni. Hann gæti mögulega spilað sinn fyrsta leik er Liverpool heimsækir Burnley á morgun.
Athugasemdir
banner