Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áfall fyrir Newcastle - Wissa ekki með um helgina
Mynd: Newcastle
Newcastle varð fyrir áfalli í landsleikjahléinu þar sem Yoane Wissa, nýjasti leikmaður liðsins, meiddist og mun missa af leiknum gegn Wolves á morgun.

Wissa meiddist í leik Kongó gegn Senegal á þriðjudaginn.

„Hann nær ekki leiknum. Ég hitti hann í fyrsta sinn í gær. Hann finnur fyrir áhrifum meiðslanna sem hann hlaut rétt áður en hann fór af velli. Við verðum því að sjá hvernig honum líður," sagði Eddie Howe, stjóri Newcastle.

Þá er hann tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona á St. James' Park á fimmtudaginn í Meistaradeildinni. Wissa gekk til liðs við Newcastle á gluggadeginum frá Brentford fyrir 55 milljónir punda. Hann kom til félagsins eftir að Alexander Isak gekk til liðs við Liverpool fyrir 125 milljónir punda.
Athugasemdir
banner