Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Gæti snúið aftur nokkrum mánuðum eftir að hann var látinn fara
Chris Wilder
Chris Wilder
Mynd: EPA
Sheffield United er alvarlega að íhuga það að reka Ruben Selles frá félaginu eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. Þetta kemur fram í Daily Star.

Chris Wilder var látinn taka poka sinn hjá Sheffield United í sumar eftir að honum mistókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina.

Liðið tapaði í úrslitum umspilsins og tóku stjórnendur þá ákvörðun að fara í aðra átt með liðið.

Selles, sem hafði stýrt Southampton, Reading og Hull, var ráðinn inn, en sú ráðning hefur ekki gengið upp.

Sheffield hefur tapað öllum fimm leikjum sínum og nú síðast 5-0 fyrir Ipswich Town. Liðið er í botnsæti deildarinnar og er stjórnin, sem var í stúkunni í síaðsta leik, að missa þolinmæðina.

Daily Star hefur heimildir fyrir því að félagið hafi sett sig í samband við Wilder og því góður möguleiki á að hann taki við liðinu í þriðja sinn á þjálfaraferli sínum.

Wilder kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina árið 2019 en var síðan látinn fara árið 2023. Síðar sama ár tók hann við liðinu og féll með það niður í B-deildina. Eins og kom fram hér að ofan þá fór hann með Sheffield í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð en tapaði fyrir Sunderland, 2-1, í dramatískum úrslitaleik á Wembley.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 8 2 +6 13
2 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
3 West Brom 4 3 1 0 6 3 +3 10
4 Stoke City 4 3 0 1 8 3 +5 9
5 Coventry 4 2 2 0 14 6 +8 8
6 Bristol City 4 2 2 0 9 4 +5 8
7 Preston NE 5 2 2 1 5 4 +1 8
8 Swansea 4 2 1 1 4 2 +2 7
9 Portsmouth 4 2 1 1 4 3 +1 7
10 Birmingham 4 2 1 1 4 4 0 7
11 Charlton Athletic 5 2 1 2 3 4 -1 7
12 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
13 Norwich 4 2 0 2 6 5 +1 6
14 Millwall 5 2 0 3 3 7 -4 6
15 Southampton 4 1 2 1 6 6 0 5
16 Watford 4 1 2 1 5 5 0 5
17 Wrexham 4 1 1 2 7 7 0 4
18 Hull City 4 1 1 2 5 9 -4 4
19 QPR 4 1 1 2 6 11 -5 4
20 Blackburn 4 1 0 3 4 5 -1 3
21 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
22 Derby County 4 0 2 2 7 11 -4 2
23 Sheff Wed 4 0 1 3 3 9 -6 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner
banner