Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   fös 12. september 2025 22:58
Arngrímur Alex Ísberg Birgisson
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Alltaf sú sama tilfinning þegar þú tapar, alltaf fúlt og pirrandi og alltaf einhverjar neikvæðar tilfinningar sem koma strax eftir leik. Við byrjum leikinn mjög vel og fengum mikið af færum, fyrri hálfleikurinn var töluvert betri en seinni. Við töpuðum líka á móti frekar góðu liði sem er í góðum gír og við erum undir í baráttunni í dag og stjörnu stelpurnar voru mjög gíraðar í dag og verðskulduðu þennan sigur" sagði Óskar Smári eftir tap gegn Stjörnunni á útivelli.

Óskar var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærin og komist í 2-0.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Fram

„Mér fannst 1-0 yfir , gerum vel og uppsetning á leiknum fannst mér góð, fáum mjög góð tækifæri til að koma okkur í 2-0, náum ekki að nýta þau og hægt og rólega í fyrri hálfleik fannst mér Stjörnu stelpurnar taka bara svolítið völdin á vellinum og við erum pínulítið litlar, fórum aðeins neðar og neðar, ákveðnir leikmenn sem áttu ekki að snúa með boltann í áttina að markinu okkar fengu að gera það og fyrsta markið var akkúrat þannig mark, þar sem þær spiluðu sundur spilandi og frábærlega klárað hjá þeim. 1-1 í Hálfleik og við fórum aðeins yfir stöðuna og það sem svíður sem mest er að annað markið er markspyrna á okkur og boltinn fer inn á miðjuna og þær vinna fyrsta bolta og annan bolta og komast vinstra megin, fyrirgjöf og undan inn í teig og mark, við erum búin að fara yfir þetta svo oft við vitum að þær ætla að gera þetta þær eru góðar í þessu Stjarnan, svo fannst mér þriðja markið dró pínu tennurnar úr okkur og voru samt að reyna í lokin, reyna að klóra í bakkann og gefi stelpunum það að þær gáfust aldrei upp og þær reyndu, djöfluðust allan leikinn og ætluðu að ná að setja mark eins og er alltaf hjá okkur, þá var þetta komið fyrir Stjörnuna og eftiráhyggja þá er fúlt að komast ekki í 2-0 það hefur breytt gang mála ansi mikið held ég".

Spurt var um hvort að mörkin vor ódýr eða „avoidable".

„Já mér finnst það, en mér finnst öll mörk vera það, öll mörk sem þú færð á þig og mörkin sem við skorum Stjarnan getur örugglega sagt að sendingin hjá Gyðu á ekkert að fara á Murielle (Tiernan) og hjá okkur við ættum að vera nær leikmönnum, öll mörk eru einhvern veginn avoidable en mér fannst þessi í dag vera af ódýrari gerðinni, þú getur líka klappað fyrir góðum mörkum, frábært fyrsta markið hjá Andreu, hún smyr hann bara upp í Samúel og það er vel gert en mér finnst við getum verið nær henni þar, finnst að við getum verið búin að koma í veg fyrir það með því að hleypa henni á veikari fótinn, öll mörk eru avoidable, í dag fannst mér við gefa ódýr mörk sérstaklega í ljósi þess að við ætluðum að berja á þeim eins og kom í ljós í leiknum, við ætluðum að vinna fightinn og bjóða þær upp í fight leik og vera agaðar sem við vorum í varnarleiknum okkar og gáfum ekkert brjálæðislega mikið af færum á okkur þannig en já mörkin voru avoidable að mínu mati og öll mörk eru á einhvern hátt"

Óskar Smári um það jákvæða og það sem þarf að laga fyrir næsta leik gegn Val.

„Það er alveg fullt af jákvætt úr þessu, alveg fullt, mér fannst fyrstu tuttugu mínúturnar vera mjög góðar hjá okkur, við fáum einhver fjögur fimm góð færi og gerir þeim lífið leitt, við þurfum að fjölga þeim góðum köflum og halda áfram með trúna, það er einn leikur eftir á tímabilinu og ég held að það sé komið í ljós núna að við náum ekki topp sex sem er fúlt, svekkjandi og pirrandi, en þá þýðir það að við eigum fjóra leiki eftir í sumar og það er bara Valur næstu helgi, það verður gríðarlega erfiður leikur en á sama tíma þýðir ekki að dvelja lengi að við töpuðum þessum leik, við þurfum að gera upp þennan leik á morgun fara yfir það sem við gerum vel, fara yfir það sem við þurfum að laga og svo mætum við á æfingu á mánudaginn og gerum okkur klára fyrir erfiðan leik á móti Val".


Athugasemdir
banner
banner