Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Leikstíll KR tvíeggja sverð - „Kaótískt og mikið flæði sem er tískan í dag"
'Við ættum að vera kraftmiklir komandi inn í leikinn'
'Við ættum að vera kraftmiklir komandi inn í leikinn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Skemmtilegur fótbolti fyrir áhorfendur'
'Skemmtilegur fótbolti fyrir áhorfendur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við þurfum að vera hugrakkir að taka menn á og leysa þessa maður á mann pressu,'
'Við þurfum að vera hugrakkir að taka menn á og leysa þessa maður á mann pressu,'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn gegn KR leggst mjög vel í mig, það verður gaman að máta nýja grasið í Frostaskjólinu. Það er alltaf að verða styttra eftir af mótinu og leikirnir mikilvægari ef það má segja það. Við erum spenntir, erum búnir að fá gott frí til þess að hlaða batteríin, þannig við ættum að vera kraftmiklir komandi inn í leikinn," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net.

Framundan er leikur KR og Víkings í 22. umferð Bestu deildarinnar - síðustu umferðinni fyrir tvískiptingu.

Með sigri getur Víkingur farið, allavega tímabundið, á toppinn þar sem topplið Vals spilar á eftir Víkingi. Segir þú við strákana að það væri gott að komast á toppinn fyrir Valsleikinn og setja pressu á þá?

„Nei. Fyrir dálitlu síðan þá lögðum við þetta þannig upp að þeir leikir sem væru eftir væru allt úrslitaleikir. Við þurfum að hugsa um einn leik og einu og einbeita okkur að því. Ef Valur vinnur sinn leik og við vinnum okkar, þá er Valur í efsta sætinu og við getum ekkert gert í því. Þetta er samt í okkar höndum af því að við eigum eftir að mæta Val aftur. Við þurfum bara að gjöra svo vel að vinna okkar leiki og síðan kemur að því að við spilum á móti Val. Við tökum einn leik í einu, það er mikilvægt."

Hvernig líst þér á KR, hvað þurfið þið að stoppa?

„Mér líst mjög vel á það, þetta er búinn að vera skemmtilegur fótbolti fyrir áhorfendur; kaótískt og mikið flæði sem er tískan í dag - að menn séu að rótera um stöður. Það er alltaf snúið að verjast gegn þessu, en að sama skapi er snúið að halda strúktúrnum innan liðsins þegar boltinn tapast. Við höfum séð það á móti KR, þeir eru með yfirburði í því að halda bolta í leikjunum, en fá á sig full auðveld mörk á köflum. Við þurfum að vera klárir í það sem þeir koma með. Það á ekkert að koma okkur á óvart, við þurfum að vera klárir með gott leikplan og nýta svæðin sem við fáum þegar við vinnum boltann."

„Þeir eru með mikla hápressu, mikil orka í KR liðinu. Við þurfum að sýna sömu orku og vera djarfir á boltann því það munu myndast einn á einn stöður úti á velli og stór svæði. Við þurfum að vera hugrakkir að taka menn á og leysa þessa maður á mann pressu því að um leið og keðjan slitnar við það að maður vinnst þá þarf annar að færa sig frá þeim sem hann er að dekka og þá getur mikið opnast,"
segir Sölvi Geir.

Leikur KR og Víkings hefst klukkan 16:30 á Meistaravöllum á morgun.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 21 12 4 5 52 - 33 +19 40
2.    Víkingur R. 21 11 6 4 40 - 27 +13 39
3.    Stjarnan 21 11 4 6 41 - 34 +7 37
4.    Breiðablik 21 9 6 6 36 - 34 +2 33
5.    FH 21 8 5 8 39 - 33 +6 29
6.    Fram 21 8 4 9 30 - 29 +1 28
7.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
8.    Vestri 21 8 3 10 22 - 24 -2 27
9.    KA 21 7 5 9 25 - 38 -13 26
10.    KR 21 6 6 9 42 - 44 -2 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 21 6 1 14 23 - 42 -19 19
Athugasemdir
banner