
„Bara mjög góð, mér fannst seinni hálfleikurinn vera mjög góður og fyrri hálfleikurinn vera erfiður, Fram er með gott lið það er erfitt að spila við þær, lokuðu vel á okkur í fyrri og kannski aðeins of hægar tóku of mörg touch, strax í seinni þegar við fórum að setja smá meiri kraft í það sem við vorum að gera, færri snertingar, meiri hreyfingar þá fannst mér seinni hálfleikurinn bara mjög góður og við bjuggum til mikið af færum" sagði Jóhannes Karl eftir sigur á heimavelli gegn Fram.
Jóhannes var óánægður með byrjunina á leiknum en var ánægður með seinni hálfleikinn.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 Fram
„Við bara hreinlega byrjuðum leikinn virkilega illa, hvort að það er spennustigið eða eitthvað annað, mikið af feilsendingum, slæmar ákvarðanir þegar fótbolti er þannig þá verður þetta erfitt, Fram kemst sanngjarnt í 1-0 og fá dauðafæri í stöðunni 1-0 áður en við einhvern veginn tökum við okkur, en mér fannst 1-1 markið sem við skorum frábært, virkilega gott mark og við fengum þrjú fjögur góð færi í fyrri hálfleik, förum 1-1 inn í hálfleik og fundum það alveg að við áttum inni og mér fannst við stíga upp í seinni og í rauninni aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari".
Jóhannes var ánægður með sóknarleikinn hjá Stjörnunni.
„Við tökum með okkur úrslitin hér og bara jákvætt að við erum búin að skora mikið og það er góður sóknarleikur hjá okkur í síðustu leikjum, spila við Þrótt er allt annað leikur heldur en þessi, þannig að við setjumst í það í vikunni og setjum upp eitthvað gott plan fyrir þann leik".