Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mun aldrei jafna sig fyllilega á tapinu gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
27. júní árið 2016 var risastór dagur í íslenskri fótboltasögu en þá vann íslenska landsliðið frábæran sigur á Englandi í 16 liða úrslitum á EM í Frakklandi.

Ísland lenti undir snemma leiks þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu en mörk frá Ragnari Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórssyni urðu til þess að Ísland stóð uppi sem sigurvegari.

Roy Hodgson var þjálfari enska liðsins en hann sagði upp störfum í kjölflarið. Hodgson ræddi við Gary Lineker í hlaðvarpsþættinum The Rest Is Football um leikinn.

„Þetta var mjög slæmt. Ég held ég muni aldrei jafna mig fyllilega á þessu. Ef þetta getur farið illa þá fer þetta illa, þetta byrjaði illa," sagði Hodgson en þar minntist hann á Eric Dier sem byrjaði leikinn veikur og var tekinn af velli í hálfleik.

„Lélegur völlur, það var allt að. Við byrjuðum vel, skoruðum úr víti. Ég er hræddur um að þurfa að lifa með þessu. Ég vil ekki valda sjálfum mér þunglyndi þá reyni ég að gleyma þessu eins oft og ég get."
Athugasemdir
banner