Rico Lewis, leikmaður Man City, hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið.
Lewis er aðeins tvítugur en hann hefur spilað 97 leiki fyrir liðið. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2022.
Lewis er aðeins tvítugur en hann hefur spilað 97 leiki fyrir liðið. Hann spilaði sinn fyrsta leik árið 2022.
Það var áhugi á Lewis í sumar en Man City hafnaði 25 milljón punda tilboði frá Nottingham Forest í leikmanninn.
„Manchester City er mér mjög kært svo að fá það tækifæri að skrifa undir nýjan samning er mjög sérstakt fyrir mig og fjölskylduna. Ég er enn að bæta mig sem leikmaður og undir handleiðslu Pep, starfsliðsins og okkar frábæra hóps mun það bara hjálpa mér að verða enn betri," sagði Lewis.
„Það er heiður og forréttindi að vera fulltrúi þessa félags á hverjum degi og að spila fyrir framan þessa frábæru stuðniingsmenn sem hafa alltaf stutt við bakið á mér."
Athugasemdir