Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Fjórði sigur Víkings í röð - Komnar í efri hlutann
Kvenaboltinn
Linda Líf Boama
Linda Líf Boama
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er komið upp í efri hlutann fyrir lokaumferðina. Liðið komst yfir gegn FH í Kaplakrika þegar Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði.

Strax í næstu sókn jafnaði Thelma Lóa Hermannsdóttir með glæsilegu marki. Það var svo Linda Líf Boama sem tryggði Víkingi sigurinn með marki undir lokin.

Fjórði sigur Víkings í röð sem fór upp fyrir Þór/KA í 6.sæti en Þór/KA fékk Þrótt í heimsókn. Þróttur komst yfir snemma leiks eftir hornspyrnu.

Það var hasar undir lok fyrri hálfleiksins þegar Ellie Rose Moreno féll í teignum eftir viðskipti við Molliee Swift í marki Þróttar en ekkert dæmt. Sonja Björg Sigurðardóttir fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir kjaftbrúk.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, og Hulda Björg Hannesdóttir fengu einnig áminningu. Leikmenn Þór/KA komu sterkar inn í seinni hálfleikinn manni færri og reyndu hvað þær gátu að jafna metin en allt kom fyrir ekki og sigur Þróttar staðreynd.

Þróttur færðist nær FH með þessum sigri en það er aðeins tveggja stiga munur á liðunum í 2. og 3. sæti.

Stjarnan verður í efri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar en þetta varð ljóst eftir sigur liðsins gegn Fram í kvöld.

Fram byrjaði betur á Samsungvellinum en Kamila Elise Pickett kom liðinu yfir snemma leiks. Andrea Mist Pálsdóttir jafnaði metin eftir hálftíma leik með góðu skoti.

Gyða Kristín Gunnarsdóttir bætti þriðja markinu við snemma í seinni hálfleik eftir sendingu frá Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Þær skiptu síðan um hlutverk þegar Úlfa Dís innsiglaði sigur liðsins.

Stjarnan 3 - 1 Fram
0-1 Kamila Elise Pickett ('8 )
1-1 Andrea Mist Pálsdóttir ('30 )
2-1 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('52 )
3-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('68 )
Lestu um leikinn

Þór/KA 0 - 1 Þróttur R.
0-1 Sierra Marie Lelii ('5 )
Rautt spjald: Sonja Björg Sigurðardóttir, Þór/KA ('45) Lestu um leikinn

FH 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('11 )
1-1 Thelma Lóa Hermannsdóttir ('12 )
1-2 Linda Líf Boama ('84 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 16 14 1 1 63 - 12 +51 43
2.    FH 17 11 2 4 40 - 21 +19 35
3.    Þróttur R. 17 10 3 4 30 - 20 +10 33
4.    Stjarnan 17 8 1 8 29 - 32 -3 25
5.    Valur 16 7 3 6 24 - 24 0 24
6.    Víkingur R. 17 7 1 9 36 - 39 -3 22
7.    Þór/KA 17 7 0 10 29 - 32 -3 21
8.    Fram 17 6 0 11 23 - 43 -20 18
9.    Tindastóll 16 5 2 9 20 - 34 -14 17
10.    FHL 16 1 1 14 10 - 47 -37 4
Athugasemdir