Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi opnaði markareikninginn með Arsenal er hann kom liðinu í 1-0 gegn Nottingham Forest á Emirates-leikvanginum nú rétt í þessu.
Arsenal hefur verið með yfirhöndina í leiknum og var aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi.
Heimamenn fengu hornspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Noni Madueke kom boltanum inn á teiginn sem var síðan skallaður út á Zubimendi sem stóð við vítateigslínuna og smellhitti boltann á lofti sem virtist þó hafa örlitla viðkomu af varnarmanni Forest.
Frábært fyrsta mark hjá Zubimendi sem kom til félagsins frá Real Sociedad í sumar.
Sjáðu markið hjá Zubimendi
Athugasemdir