Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   lau 13. september 2025 12:08
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Zubimendi smellhitti boltann á lofti
Martin Zubimendi skoraði stórfenglegt mark
Martin Zubimendi skoraði stórfenglegt mark
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi opnaði markareikninginn með Arsenal er hann kom liðinu í 1-0 gegn Nottingham Forest á Emirates-leikvanginum nú rétt í þessu.

Arsenal hefur verið með yfirhöndina í leiknum og var aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi.

Heimamenn fengu hornspyrnu eftir rúman hálftímaleik. Noni Madueke kom boltanum inn á teiginn sem var síðan skallaður út á Zubimendi sem stóð við vítateigslínuna og smellhitti boltann á lofti sem virtist þó hafa örlitla viðkomu af varnarmanni Forest.

Frábært fyrsta mark hjá Zubimendi sem kom til félagsins frá Real Sociedad í sumar.

Sjáðu markið hjá Zubimendi
Athugasemdir
banner