
Síðasta umferð Bestu deildar karla fyrir skiptingu verður leikin á sunnudag og mánudag. Það er margt sem getur enn gerst í þessu öllu saman.
Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er mikill sérfræðingur um deildina, spáir í leikina að þessu sinni.
Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er mikill sérfræðingur um deildina, spáir í leikina að þessu sinni.
KA 2 - 0 Vestri (14:00 á morgun)
Tvö flott lið mætast í svakalegum leik. KA nýtir sér heimavöllinn og vinna. Hallgrímur og Birnir skora í sitthvorum hálfleik. KA liggur svo á bæn um að leikurinn í Krikanum fari ekki jafntefli og að ÍBV vinni ekki.
FH 0 - 0 Fram (14:00 á morgun)
Bæði lið verða í efri hlutanum með sigri en geta samt komist með jafntefli. FH tapar ekki heima. Verður varfærnislegt og hvorugt liðið tekur mikla áhættu.
KR 1 - 3 Víkingur R. (16:30 á morgun)
Víkingarnir úthvíldir og vita að þeir geta endað efstir fyrir skiptingu með að vinna þennan leik sem þeir gera sem skiptir máli uppá heimaleik í lokaleik. KR verða í neðri hlutanum og mæta sókndjarfir til leiks að vanda en allt kemur fyrir ekki.
Valur 3 - 2 Stjarnan (19:15 á morgun)
Verður svakalegur leikur. Stjörnumenn sjá þarna möguleika á að jafn efsta liðið fyrir skiptingu og eru á rönni. Pressa og ætla sér sigur Valur sýnir styrk án nokkurra lykilmanna og vinna heima með öflugum hraðupphlaupum.
ÍA 2 - 0 Afturelding (16:45 á mánudag)
IA mæta vel peppaðir í þennan leik og sjá þarna færi á að halda sér á lífi og nýta það.
Breiðablik 3 - 1 ÍBV (18:00 á mánudag)
Verður erfiður leikur fyrir Blika en þeir ná að kreista út gríðarlega mikilvægan sigur gegn flottu ÍBV liði og verða nálægt toppnum ásamt þremur öðrum liðum og við fáum ævintýralega skemmtilega úrslitakeppni.
Fyrri spámenn:
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Arnar Sveinn (2 réttir)
Reynir Haralds (2 réttir)
Adam Árni (2 réttir)
Gummi Júl (2 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Einar Freyr (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Leifur Þorsteins (1 réttur)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 21 | 9 | 6 | 6 | 36 - 34 | +2 | 33 |
5. FH | 21 | 8 | 5 | 8 | 39 - 33 | +6 | 29 |
6. Fram | 21 | 8 | 4 | 9 | 30 - 29 | +1 | 28 |
7. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
8. Vestri | 21 | 8 | 3 | 10 | 22 - 24 | -2 | 27 |
9. KA | 21 | 7 | 5 | 9 | 25 - 38 | -13 | 26 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 21 | 6 | 1 | 14 | 23 - 42 | -19 | 19 |
Athugasemdir