Chelsea reyndi allt til að losa sig við Raheem Sterling og Axel Disasi í sumar. Ekkert varð úr þvi en þeir æfa ekki með hópnum.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea var spurður að því hvort þeir muni spila með liðinu á tímabilinu.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea var spurður að því hvort þeir muni spila með liðinu á tímabilinu.
„Þeir eru leikmenn Chelsea því þeir eru með samning. Þeir eru að æfa sér og hugmyndin er að það verði svoleiðis áfram. Ég hef ekki séð þá síðan tímabilið hófst," sagði Maresca.
Fulham hafði áhuga á Sterling en ekkert varð úr skiptunum. Greint hefur verið frá því að Chelsea íhugi að rifta samningi enska vængmannsins. Disasi var orðaður við Sádi-Arabíu.
Athugasemdir