Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
banner
   fös 12. september 2025 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Níu leikmenn Leverkusen nældu í fyrsta sigurinn
Alex GrimaldoE
Alex GrimaldoE
Mynd: EPA
Leverkusen 3 - 1 Frankfurt
1-0 Alex Grimaldo ('10 )
2-0 Patrik Schick ('45 , víti)
2-1 Can Uzun ('52 )
3-1 Alex Grimaldo ('90 )
Rautt spjald: ,Robert Andrich, Bayer ('59)Ezequiel Fernandez, Bayer ('90)

Erik ten Hag tók við Leverkusen í sumar en var rekinn eftir aðeins tvo deildarleiki fyrr í þessum mánuði. Hann nældi aðeins í eitt stig. Kasper Hjulmand tók við af honum og hann nældi í sigur í sínum fyrsta leik í kvöld.

Leverkusen fékk Frankfurt í heimsókn en Alex Grimaldo kom liðinu yfir. Patrik Schick bætti við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks með marki úr vítaspyrnu.

Can Uzun náði að minnka muninn fyrir Frankfurt snemma í seinni hálfleik. Stuttu síðar varð Leverkusen manni færri þegar Robert Andrich fékk sitt annað gula spjald.

Í uppbótatíma voru Leverkusen orðnir tveimur mönnum færri þegar Ezequiel Fernandez var rekinn af velli. Það kom ekki að sök því Grimaldo skoraði annað markið siitt og þriðja mark Leverkusen í blalokin. Hann skoraði bæði mörkin beint úr aukaspyrnu.

Leverkusen er með fjögur stig í 7. sæti en Frankfurt er með sex stig í 3. sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 2 2 0 0 9 2 +7 6
2 Köln 2 2 0 0 5 1 +4 6
3 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
4 Dortmund 2 1 1 0 6 3 +3 4
5 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
6 Wolfsburg 2 1 1 0 4 2 +2 4
7 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
8 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
9 Stuttgart 2 1 0 1 2 2 0 3
10 Hoffenheim 2 1 0 1 3 4 -1 3
11 Union Berlin 2 1 0 1 2 4 -2 3
12 RB Leipzig 2 1 0 1 2 6 -4 3
13 Mainz 2 0 1 1 1 2 -1 1
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Hamburger 2 0 1 1 0 2 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Heidenheim 2 0 0 2 1 5 -4 0
18 Freiburg 2 0 0 2 2 7 -5 0
Athugasemdir
banner