Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. október 2021 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Mikael heimsótti gamla skólann og gaf treyju
Mikael Neville ásamt krökkunum í Sandgerðisskóla
Mikael Neville ásamt krökkunum í Sandgerðisskóla
Mynd: Sandgerðisskóli
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson kom færandi hendi er hann heimsótti Sandgerðisskóla á dögunum en þetta kemur fram á heimasíðu skólans.

Mikael er uppalinn í Sandgerði og stundaði nám við Sandgerðisskóla áður en hann hélt svo út í atvinnumennsku.

Hann var í landsliðshópnum gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði og eftir verkefnið ákvað hann að kíkja í heimsókn í gamla skólann.

Mikael birtist óvænt og kom færandi hendi með landsliðstreyjuna úr leiknum gegn Liechtenstein. Sandgerðisskóli birti frétt á heimasíðu sinni og fylgdi mynd með.

Leikmaðurinn heldur nú aftur til Danmerkur til AGF en liðið mætir Álaborg á mánudag í dönsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner