Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
„Ein bestu úrslit sögunnar"
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Frakkland í undankeppni HM. Frakkland er eitt af lang bestu landsliðum heimsins og Arnar Gunnlaugsson þjálfari Íslands var skiljanlega ánægður með úrslitin á blaðamannfundi eftir leik.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Frakkland

„Þetta var frábær frammistaða hjá strákunum, erfiður leikur á móti frábæru liði, ekki bara knattspyrnulega heldur líka líkamlega sterku liði. Þannig við bara svöruðum eftir vonbrigða úrslitin á föstudaginn, og sýndum sterkan og agaðan leik. Við lærðum af okkar mistökum og allir áttu topp frammistöðu, frá byrjunarliðinu og allir sem komu inn á. Allir voru agaðir og sterkir í þessum leik. Þú þarft að vera sterkur í hausnum til að þola svona leik, af því við höfum spilað svo vel sjálfir. Á móti sterku liði að lenda undir, það getur verið ansi einmanalegt út á velli en einhvern veginn þá héldu sér allir inn í leiknum. Við fengum frábæran stuðning frá fólkinu okkar og á endanum er þetta bara úrslit sem við megum vera stoltir af," sagði Arnar.

Franskur blaðamaður spurði Arnar út í úrslitin og hvort honum fyndist þau sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

„Það er nokkuð eðlilegt fyrir Frakka að ná í góð úrslit um allan heim, en fyrir okkur á Íslandi eru þetta ein bestu úrslit sögunnar. Að spila gegn mjög góðu liði, top þrjú lið í heiminum. Það vantaði lykil leikmenn í bæði lið, og við sýndum mikið hjarta og karakter. Ég var líkast til ánægðastur með að við gátum stigið upp og pressað af og til, og vorum ekki bara fastir í lágvörn. Eins og Aserbaídsjan gerði í París, við vildum spila, seinna markið sem við skorum er frábært, háklassa mark," sagði Arnar.

Skiptir það máli hversu margar sendingar heppnast í leiknum?

Ísland spilaði í kvöld í fimm manna vörn, og oft á tíðum lágu þeir djúpt í sínu skipulagi. Arnar fannst skipulagið heppnast vel en hyggst ekki nota það í öllum leikjum.

„Mér finnst skemmtilegt að við getum þróað okkur í að skipta á milli. Það er erfitt að pressa í fimm manna vörn, af því við erum neðarlega. Ef við náum að færa annan kantmanninn ofar þá náum við þeirri 4-4-2 pressu sem við erum vanir og gerum vel. Það er gaman að svissa aðeins upp á milli, og það getur komið andstæðingnum á óvart, því þetta er frekar staðlað kerfi og ég væri ekki tilbúinn að spila svona leik tíu sinnum. Ég veit það eru margir sem segja að það skiptir ekki máli hvort þú sért með 100 sendingar eða 60 sendingar, en ef þú spyrð strákana mína hvort þeir vilja. Þá vilja þeir miklu frekar fleiri, því það eru allir búnir á því í dag eftir öll þessu hlaup og við fengum ekki að sjá mikið af boltanum. Við gerum okkur grein fyrir því að þegar við erum að spila á móti topp þjóðum að við þurfum að núllstilla okkur aðeins og spila öðruvísi en gegn öðrum þjóðum," sagði Arnar.


Athugasemdir
banner