
„Maður var ekkert að pæla mikið þegar maður fór einn í gegn, bara að setja boltann í netið," sagði Kristian Nökkvi Hlynsson eftir 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í kvöld.
Kristian kom inn af varamannabekknum og skoraði jöfnunarmarkið eftir að Ísland hafði lent 2-1 undir.
Kristian kom inn af varamannabekknum og skoraði jöfnunarmarkið eftir að Ísland hafði lent 2-1 undir.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
Kristian tók færið sitt mjög vel, var svalur í því. „Þetta var bara geggjað. Ég hljóp að stúkunni og það voru allir trylltir."
„Það hefði verið gaman að vinna en þetta var geggjað."
Þetta var örugglega hans stærsta augnablik til þessa á ungum fótboltaferli.
„Mér finnst það líklegt," sagði Kristian.
Athugasemdir