Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Sýn Sport 
Guðlaugur Victor: Var að vonast eftir því að það kæmi hjálparvörn
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jafntefli Íslands gegn Frakklandi var gríðarlega sterkt en það stefnir í algjöran úrslitaleik um umspilssæti gegn Úkraínu í lokaumferðinni í nóvember.

Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir en Frakkar komust yfr með mörkum frá Christopher Nkunku og Jean-Philippe Mateta. Kristian Nökkvi Hlynsson tryggði Íslandi síðan stig með marki stuttu eftir seinna mark Frakka.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Frakkland

Nkunku jafnaði metin þegar hann lék á Guðlaug Victor og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Guðlaugur Victor tjáði sig um markið í viðtali hjá Sýn Sport eftir leikinn.

„Ég er einn á móti einum þarna og hefði kannski átt að hleypa honum út, frekar en inn, en ég var að vonast eftir því að það kæmi hjálparvörn. Svo klárar hann þetta bara vel. Við verðum að passa okkur vel á móti svona liðum þegar þau sækja hratt," sagði Guðlaugur Victor.


Athugasemdir