Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mán 13. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pickford búinn að samþykkja nýjan samning
Mynd: EPA
Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englendinga og aðalmarkvörður Everton, er búinn að gefa munnlegt samþykki fyrir nýjum samningi við Everton.

Pickford er 31 árs gamall og rennur núverandi samningur hans við Everton út sumarið 2027. Hann gerir því nýjan langtímasamnning við félagið en ekki er tekið fram hversu langur sá samningur verður.

Pickford hefur verið aðalmarkvörður Everton síðastliðin átta ár eftir að hafa alist upp hjá Sunderland.

Hann er með 79 A-landsleiki að baki og hefur endað í öðru sæti á síðustu tveimur Evrópumótum með Englandi eftir tap í úrslitaleikjum gegn Ítalíu og Spáni.

Everton mun senda frá sér opinbera tilkynningu í vikunni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner