Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Orðinn marka- og stoðsendingahæstur í sögu Hollands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Memphis Depay var markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins fyrir landsleikjahléð. Hann var einnig jafn Wesley Sneijder sem stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar með 33 stoðsendingar.

Hollendingar unnu 4-0 gegn Finnlandi um helgina þar sem Memphis skoraði eitt mark í leiknum og gaf tvær stoðsendingar, sem gerir hann að stoðsendingahæsta leikmanni landsliðssögunnar.

Memphis er 31 árs gamall og leikur fyrir Corinthians í Brasilíu, en á ferlinum hefur hann leikið fyrir PSV Eindhoven, Manchester United, Lyon, Barcelona og Atlético Madrid.

Hann er með 53 mörk og 35 stoðsendingar í 105 landsleikjum. Til gamans má geta að Memphis hefur tvívegis mætt Íslandi á landsliðsferlinum, einu sinni í 0-1 tapi á heimavelli 2015 og svo gaf hann stoðsendingu í 4-0 sigri í æfingalandsleik í fyrra.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Memphis Depay einnig tónlistarmaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner