Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 18:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Kristins: Alveg sama hvort við séum með 200, 500 eða þúsund sendingar
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland mætir Frakklandi í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Liðið tapaði gegn Úkraínu á föstudaginn en Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla eftir leikinn.

Arnar talaði um að þetta hafi verið besti leikur liðsins með bolta frá upphafi. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, er sérfræðingur á Sýn Sport fyrir leikinn í kvöld en hann tjáði sig um ummæli Arnars.

„Hann er að verja sjálfan sig líka. Margt af þessu sem hann sagði er hárrétt," sagði Rúnar.

„Hann er búinn að tala um það sjálfur að hann ætli að fara með liðið á HM. Þá þurfum við að vinna leiki, ná í stig. Hann talaði um að Ísland hafi aldrei haldið jafn vel í boltann í landsleik sem er vel."

„En við gerum of dýr mistök. Ég velti því fyrir mér hver skilaboðin voru þegar staðan var orðin 3-3. Þá fannst mér Úkraínumenn aðeins farnir að skjálfa en þeir bíða færis og sækja á meðan við erum aðeins of æstir í að ná í sigurmarkið. Við þurfum líka að hugsa um úrslit, reyna vinna leikina. Mér er alveg sama hvort við séum með 200, 500 eða þúsund sendingar ef við vinnum og komumst á HM. Ég held að það sé lokaniðurstaðan sem við viljum sá," sagði Rúnar að lokum.
Athugasemdir
banner