Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
banner
   mán 13. október 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Luton búið að kynna Wilshere (Staðfest)
Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Mynd: Luton Town
Hinn 33 ára gamli Jack Wilshere er orðinn stjóri Luton Town en félagið tilkynnti það í morgun. Hann tekur við af Matt Bloomfield sem var rekinn eftir innan við ár í starfi.

Luton var í úrvalsdeildinni en hefur fallið niður um tvær deildir á tveimur árum og er nú í ellefta sæti C-deildarinnar.

Þetta er fyrsta fulla stjórastarf Wilshere en hann gerði þriggja ára samning.

„Mér líður eins og ég sé að klára hringinn. Ég kom fyrst til Luton þegar ég var átta ára strákur. Það má segja að örlögin geri þetta að mínu fyrsta félagi sem stjóri í fullu starfi," segir Wilshere.

Wilshere stýrði Norwich City í tveimur leikjum á síðustu leiktíð sem bráðabirgðastjóri og vann liðið einn leik undir hans stjórn og gerði eitt jafntefli. Hann var í þjálfaateymi Norwich og þar á undan stýrði hann U18 liði Arsenal.

Sem leikmaður var Wilshere lykilmaður í skemmtilegu liði Arsenal en sífelld meiðslavandræði eyðilögðu ferilinn. Hann lék 34 landsleiki fyrir England og vann FA bikarinn tvisvar sinnum.


Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Stockport 15 8 4 3 22 17 +5 28
2 Bradford 15 7 6 2 24 18 +6 27
3 Bolton 15 7 5 3 23 15 +8 26
4 Cardiff City 14 8 2 4 22 14 +8 26
5 Stevenage 13 8 2 3 18 11 +7 26
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Lincoln City 15 7 4 4 18 14 +4 25
7 Wimbledon 15 8 1 6 19 20 -1 25
8 Mansfield Town 15 6 4 5 22 17 +5 22
9 Luton 14 7 1 6 18 15 +3 22
10 Huddersfield 14 7 1 6 21 19 +2 22
11 Barnsley 13 6 3 4 20 18 +2 21
12 Rotherham 15 6 3 6 18 18 0 21
13 Northampton 15 6 2 7 12 14 -2 20
14 Wycombe 15 5 4 6 22 17 +5 19
15 Burton 15 5 4 6 15 19 -4 19
16 Wigan 15 4 6 5 18 19 -1 18
17 Reading 15 4 6 5 16 19 -3 18
18 Doncaster Rovers 15 5 3 7 14 21 -7 18
19 Exeter 15 5 2 8 15 15 0 17
20 Leyton Orient 15 5 2 8 22 27 -5 17
21 Blackpool 15 4 3 8 16 23 -7 15
22 Peterboro 14 4 1 9 15 22 -7 13
23 Port Vale 15 3 4 8 11 19 -8 13
24 Plymouth 15 4 1 10 18 28 -10 13
Athugasemdir
banner