Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool án stiga - Arsenal óvænt í fimmta sæti
Kvenaboltinn
Walsh skoraði sigurmark og Toone gaf tvær stoðsendingar.
Walsh skoraði sigurmark og Toone gaf tvær stoðsendingar.
Mynd: EPA
Park innsiglaði sigur Man Utd í gær.
Park innsiglaði sigur Man Utd í gær.
Mynd: EPA
Hlín fékk ekki að spreyta sig með Leicester en hún hefur byrjað þrjá leiki af sex á deildartímabilinu.
Hlín fékk ekki að spreyta sig með Leicester en hún hefur byrjað þrjá leiki af sex á deildartímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjötta umferð enska ofurdeildartímabilsins fór fram í gær og höfðu ríkjandi meistarar í liði Chelsea betur gegn Tottenham.

Keira Walsh skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik og verðskulduðu heimakonur sigurinn, sem hefði getað verið stærri.

Chelsea trónir á toppi deildarinnar eftir sigurinn, með 16 stig eftir 6 umferði - með einu stigi meira heldur en Manchester City.

Man City lagði Liverpool að velli í gær og hefur Liverpool þar með tapað öllum deildarleikjum sínum hingað til á tímabilinu. Liðið deilir botnsæti deildarinnar með stigalausu liði West Ham.

Heimakonur í Liverpool sýndu mikla baráttu gegn City og tóku forystuna í síðari hálfleik, en gestirnir frá Manchester voru sterkari aðilinn allan leikinn og náðu að snúa stöðunni við til að tryggja sér stigin þrjú.

Manchester United fylgir fast á eftir í þriðja sæti og er tveimur stigum á eftir toppliði City. United vann á útivelli gegn Everton í gær eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.

Man Utd tókst að snúa stöðunni við í síðari hálfleik og var með eins marks forystu allt þar til á lokakaflanum, þegar Jessica Park skoraði tvennu eftir stoðsendingar frá Ella Toone.

Tottenham kemur svo í fjórða sæti með 12 stig og fylgja ríkjandi Evrópumeistarar Arsenal í næsta sæti fyrir neðan.

Arsenal hefur farið illa af stað á deildartímabilinu og er strax búið að dragast afturúr í toppbaráttunni. Arsenal vann 1-0 gegn Brighton í dag eftir þrjá leiki í röð án sigurs.

London City Lionesses unnu nágrannaslag gegn West Ham United og eru í sjötta sæti, tveimur stigum á eftir Arsenal. Sænska kempan Kosovare Asllani skoraði eina mark leiksins.

Hlín Eiríksdóttir var að lokum ónotaður varamaður í markalausu jafntefli Leicester gegn Aston Villa. Leicester er með 5 stig eftir 6 umferðir.

Chelsea 1 - 0 Tottenham
1-0 Keira Walsh ('61)

Liverpool 1 - 2 Man City
1-0 Cornelia Kapocs ('52)
1-1 Iman Beney ('64)
1-2 Aoba Fujino ('86)

Everton 1 - 4 Man Utd
1-0 Honoka Hayashi ('16)
1-1 Melvine Malard ('62)
1-2 Hikaru Kitagawa, sjálfsmark ('70)
1-3 Jessica Park ('84)
1-4 Jessica Park ('89)

Arsenal 1 - 0 Brighton
1-0 Marisa Olislagers ('15, sjálfsmark)

London City Lionesses 1 - 0 West Ham
1-0 Kosovare Asllani ('68)

Aston Villa 0 - 0 Leicester
Athugasemdir
banner