
Stórstjarnan Kylian Mbappe er ekki með franska landsliðinu gegn Íslandi í undankeppni HM í kvöld.
Mbappe ferðaðist ekki til Reykjavíkur eftir að hann meiddist gegn Aserbaídsjan á dögunum.
Mbappe ferðaðist ekki til Reykjavíkur eftir að hann meiddist gegn Aserbaídsjan á dögunum.
Mbappe fylgist með heiman frá í Madríd en hann deilir byrjunarliði Frakklands fyrir leikinn gegn Íslandi á samfélagsmiðlinum Instagram.
Við myndina skrifar hann: „Koma svo strákar!"
Frakkar eru í þægilegri stöðu í riðlinum en þeir hafa unnið alla sína leiki til þessa. Þeir lentu í vandræðum gegn Íslandi á heimavelli sínum í París en þeim tókst að knýja fram 2-1 sigur þar sem Mbappe var á meðal markaskorara.
Athugasemdir