
Messi og Mbappé lögðu 34 mörk upp fyrir hvorn annan í þeim 67 leikjum sem þeir spiluðu saman hjá PSG.
Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé fór fögrum orðum um Cristiano Ronaldo um helgina og var svo spurður út í Lionel Messi.
Mbappé og Messi léku saman í tvö tímabil hjá Paris Saint-Germain og náðu vel saman. Þeim tókst þó ekki að vinna Meistaradeild Evrópu.
„Ég var heppinn að fá að spila með Leo Messi. Hann er algjörlega venjulegur maður, hann er hógvær og ber virðingu fyrir öllu fólki," sagði Mbappé um sinn fyrrum liðsfélaga.
„Ég bjóst aldrei við því að spila með honum útaf því að draumurinn minn var alltaf að ganga í raðir Real Madrid, aldrei á ævinni hef ég viljað spila fyrir Barcelona."
12.10.2025 21:30
Mbappé: Ronaldo hjálpar mér
Athugasemdir