Heimild: L´Equipe

Jean-Philippe Mateta verður í fyrsta sinn í byrjunarliði franska landsliðsins, og leikur sinn annan landsleik, þegar Ísland og Frakkland eigast við á Laugardalsvelli í kvöld.
L'Équipe hefur opinberað byrjunarliðið en Frakkland stillir upp í 4-2-3-1 leikkerfi.
Marga sóknarmenn vantar í franska liðið (Mbappe, Dembele, Doue, Barcola, M. Thuram, Kolo Muani og Cherki) og Mateta fær því tækifærið og fyrir aftan hann er Florian Thauvin, 32 ára leikmaður Lens, en hann hefur ekki byrjað landsleik síðan sumarið 2019.
L'Équipe hefur opinberað byrjunarliðið en Frakkland stillir upp í 4-2-3-1 leikkerfi.
Marga sóknarmenn vantar í franska liðið (Mbappe, Dembele, Doue, Barcola, M. Thuram, Kolo Muani og Cherki) og Mateta fær því tækifærið og fyrir aftan hann er Florian Thauvin, 32 ára leikmaður Lens, en hann hefur ekki byrjað landsleik síðan sumarið 2019.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Frakkland

Búist var við því að Adrien Rabiot yrði á miðsvæðinu en hann gat ekki tekið þátt í æfingu í gær og Eduardo Camavinga mun því byrja. Varnarlínan er nákvæmlega eins og spáð var.
Landslið karla - HM 2026
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 7 - 1 | +6 | 9 |
2. Úkraína | 3 | 1 | 1 | 1 | 6 - 6 | 0 | 4 |
3. Ísland | 3 | 1 | 0 | 2 | 9 - 7 | +2 | 3 |
4. Aserbaísjan | 3 | 0 | 1 | 2 | 1 - 9 | -8 | 1 |
Athugasemdir