Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
banner
   mán 13. október 2025 08:45
Elvar Geir Magnússon
Man City fær Haaland fyrr til baka
Haaland verður ekki með Noregi gegn Nýja-Sjálandi á morgun.
Haaland verður ekki með Noregi gegn Nýja-Sjálandi á morgun.
Mynd: EPA
Erling Haaland snýr aftur til Manchester City á undan áætlun en hann mun ekki taka þátt í vináttulandsleik Noregs gegn Nýja-Sjálandi.

Haaland skoraði þrennu í 5-0 sigri gen Ísrael á laugardag og er nú kominn með 51 mark í 46 landsleikjum fyrir Noreg.

Noregur yngir upp í hópnum sínum fyrir leikinn gegn Nýja-Sjálandi en hinn 18 ára gamli Sverre Nypan, er hjá Middlesbrough á láni frá City, er meðal þeirra sem hefur verið kallaður upp. Hann gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik í Osló á morgun.

Í tilkynningu frá norska sambandinu segir að leikmenn sem séu í miklu leikjaálagi snúi aftur til félagsliða sinna. Auk Haaland eru það Alexander Sörloth, Julian Ryerson og Fredrik Björkan. Felix Horn Myhre dregur sig úr hópnum vegna meiðsla.

Manchester City tekur á móti Everton á laugardaginn og leikur svo við Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudaginn í næstu viku.
Athugasemdir